Hádegisverðarfundur Churchill klúbbsins
Nánari Lýsing
ÞEGAR CHURCHILL KOM TIL ÍSLANDS
Heimsókn breska forsætisráðherrans 16. ágúst 1941
-----------------------------------------
Fyrirlesari: Illugi Jökulsson
Þriðji hádegisverðarfundur:
-----------------------------------------
Dagur: Laugardagurinn 6. október 2012.
Staður: Nauthóll veislusalur, Nauthólsvík, Reykjavík.
Tími: Kl. 12:00 - 13:30
-----------------------------------------
Dagskrá:
11:45 Húsið opnar.
12:00 - 12:45 Hádegisverður
12:45 - 13:30 Erindi: Þegar Churchill kom til Íslands (Illugi Jökulsson)
13:30 Fundarlok
-----------------------------------------
Fundargjald: Kr. 3.490 (Innifalið er hádegisverður: Fiskur dagsins, kaffi/te og konfekt). Öllum er heimil þátttaka en skrá verður þátttöku fyrirfram og greiða fundargjald (smelltu á KAUPA hér efst til hægri og fylgdu leiðbeiningum til að kaupa miða).
UM EFNI FUNDARINS:
Á þessum þriðja hádegisverðarfundi Churchill klúbbsins á Íslandi mun Illugi Jökulsson fjalla um heimsókn breska forsætisráðherrans til Íslands þann 16. ágúst 1941. Hann var þá á heimleið yfir hafið eftir sögulegan fund með Roosevelt Bandaríkjaforseta þar sem þeir undirritaðu Atlantshafssáttmálann en hann markaði upphafið að stofnun Sameinuðu þjóðanna 1945.
Heimsókn Churchill kom flestum að óvörum en eitthvað var þó í aðsigi því Morgunblaðið birti litla frétt að morgni þess 16. ágúst þar sem stóð: „Sennilegt er, að eitthvað verði um að vera við höfnina um 10-leytið fyrir hádegi og má vera að bæjarbúar hafi gaman af því að sjá hvað fram fer þar." Þessari heimsókn sem stóð daglangt þar sem Churchill hitti helstu ráðamenn þjóðarinnar og setuliðsins, verða gerð góð og skemmtileg skil í erindi Illuga.
UM FYRIRLESARANN:
Illugi Jökulsson er þjóðþekktur fjölfræðingur, blaðamaður, ritstjóri, dagskrárgerðarmaður og þýðandi. Hann hefur starfað á mörgum fjölmiðlum og skrifað margskonar bækur, bæði skáldskap og bækur almenns eðlis auk þess að hafa flutt pistla um samfélagsmál. Hann stofnaði tímaritið Sagan Öll og Skakka turninn og var ritstjóri síðunnar Tímans rás.
UM KLÚBBINN:
Churchill klúbburinn á Íslandi tilheyrir Stjórnunarfélaginu. Hann er hugsaður sem fræðsluvettvangur um ævi og störf Sir Winston Churchill og þau gildi sem hann hafði í heiðri: Hugrekki, staðfestu, stórlyndi, velvilja og virðingu fyrir lýðræði og frelsi einstaklingsins. Hann hefur áður haldið tvo hádegisverðarfundi og heldur úti síðu á Facebook þar sem nálgast má ýmsan fróðleik, þmt. erindin tvö sem áður hafa verið haldið. Sjá nánar hér: http://www.facebook.com/churchillcluboficeland
Klúbburinn fékk nýlega aðild að the Churchill Centre sem aðildarfélag (affilate) en það er alþjóðlegur félagsskapur til að halda minningu Sir Winston Churchill á lofti. Þeir standa fyrir ráðstefnum, námstefnum og ferðum auk þess að gefa út ritið „The Finest Hour“ sem kemur út ársfjórðungslega. Verndari Churchill Centre frá árinu 1980 er Lafði Soames (Mary) yngsta og eina eftirlifandi barn Churchills. Þar áður var Mountbatten lávarður verndari félagsins. Sjá nánar hér: http://www.winstonchurchill.org/
Smáa Letrið
Fundargjald: Kr. 3.490 (Innifalið er hádegisverður: Fiskur dagsins, kaffi/te og konfekt). Fundurinn er haldinn kl.12 - 13 laugardaginn 6. október á Nauthól veislusal, Nauthólsvík, Reykajvík
Gildistími: 06.10.2012 - 06.10.2012
Notist hjá
Vinsælt í dag