Höfundur Helgi Jónsson, Anna Margrét Marinósdóttir, Edda E. Magnusdóttir, Freydís Kristjánsdóttir myndskr.
Dag einn birtist óvænt lítill rostungur á bryggju í bæ við strendur Íslands. Þetta er hann Valli litli sem er svangur eftir langt ferðalag. Það er ekki auðvelt að vera sex ára áttavilltur rostungur sem hefur týnt mömmu sinni. Skyldi hún enn vera á lífi? Lestu og hlustaðu á hljóð sjávardýranna. Þú getur líka hlustað á Jóhann Sigurðarson lesa söguna.
Þetta skemmtilega ævintýri er byggt á sannri sögu. Valli er nefnilega alvöru rostungur og heimsótti eitt sinn Ísland. Við fylgjum Valla litla í ævintýrum sínum um Íslandsstrendur. Eftir að bæjarbúar á Höfn í Hornafirði hafa hresst hann við, syndir hann af stað hringinn í kringum landið og hittir fyrir mjög svo áhugaverð dýr og mannfólk.
Sagan birtist okkur ljóslifandi með frábærum teikningum Freydísar Kristjánsdóttur og alvöru dýrahljóðum úr undirdjúpum. Að auki fylgir hljóðbókaútgáfa í lestri Jóhanns Sigurðarsonar leikara. Við getum því bæði lesið - og hlustað!
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun