Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Ármann Jakobsson

Snemma árs 1908 fóru Skúli og Theodóra Thoroddsen til Kaupmannahafnar til að taka þátt í samningum um framtíð Íslands í danska ríkinu. Um haustið fluttu þau frá Bessastöðum í Vonarstræti. En á þessum fáu mánuðum hafði allt breyst. Íslendingar höfðu gert hljóðláta uppreisn og stefndu nú að sjálfstæði. Skúli var orðinn þjóðhetja en skuggi veikinda og dauða vofði yfir fjölskyldunni í Vonarstræti 12.

Húsið stendur enn þótt flutningur þess sé á dagskrá í náinni framtíð, og bókin er að hálfu skrifuð til að varpa ljósi á þá merkilegu sögu sem í húsinu býr og ber að varðveita.

Vonarstræti eftir Ármann Jakobsson (2008) er söguleg skáldsaga um miklar hugsjónir, mannlega veikleika og eina af fáum uppreisnum sem gerðar hafa verið á Íslandi. Þó að sagan gerist nákvæmlega öld áður en hún var rituð kallast hún á við samtímann þar sem hugtökin sjálfstæði og hugmyndafræði eru öllum að óvörum komin aftur á dagskrá í fyrsta sinn um langt skeið. Bókin fjallar um að setja markið hátt og láta ekki raunsæið halda aftur af sér. „Stundum verður hið ómögulega mögulegt,“ segir á einum stað í bókinni, og það er mikilvægt að muna það þegar á brattann sækir.

Ármann Jakobsson hefur ritað greinar um samfélags- og menningarmál í dagblöð og tímarit um árabil, auk fræðigreina um íslenskar bókmenntir og fræðibókarinnar Tolkien og hringurinn árið 2003. Í vor kom út ljóðabókin Fréttir frá mínu landi. Vonarstræti er hans fyrsta skáldsaga.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun