Hótel Anna - Sveitarómantík undir Eyjafjöllum

1

Nánari Lýsing

Stingdu af með elskunni þinni.

Country Hótel Anna er staðsett að bænum Moldnúpi undir Eyjafjöllum á milli Seljalandsfoss og Skógarfoss. Hótelið er 3ja stjörnu með 7 herbergjum. Boðið er upp á persónulega og góða þjónustu í rólegu og fallegu umhverfi. Húsgögnin eru í anda hússins; gömul og rómantísk antik. Hvert herbergi er með sér baðherbergi, sjónvarpi, síma og fríu interneti. Á hótelinu er einnig heitur pottur og gufubað þar sem gott er að láta þreytuna líða úr sér.

Veitingastaðurinn hefur verið starfræktur frá árinu 2001 og hefur getið sér gott orð fyrir skemmtilegt andrúmsloft og góðar veitingar. Matseðillinn í þessu tilboði er þríréttaður;  forréttur, aðalaréttur og eftirréttur, allt eftir því hvaða ferskasta hráefni hægt er að fá hverju sinni.

Hægt er að njóta kyrrðarinnar og fegurðar Eyjafjalla, fara í gönguferðir eða slappa af í heitum potti og gufubaði. Síðan er upplagt að fara í dagsferðir t.d. í Þórsmörk, skoða Seljalandsfoss, heimsækja byggðasafnið á Skógum og skoða Skógarfoss. Einnig er hægt að fara í jöklagöngu á Sólheimajökli eða skreppa til Vestmannaeyja frá Landeyjahöfn. 

Smáa Letrið
Allar nánari upplýsingar og bókanir eru í síma 4878950. Aðeins 130 km. frá Reykjavík. Hægt er að kaupa auka nótt fyrir 6.000 kr. á mann.

Gildistími: 15.09.2012 - 15.12.2012

Notist hjá
Hótel Anna, Moldnúpi, 861 Hvolsvelli

Vinsælt í dag