Höfundur: Hrönn Valentínusardóttir
Bókin fjallar um tilfinningar og hræðslu hjá barni sem er að fara að eignast lítið systkini, óttann við að vera ekki lengur aleitt með mömmu og pabba og samband barnsins við ömmu sína. Þetta er raunveruleg reynslusaga barns.
Höfundurinn er leikskólakennari og amma barnsins sem finnst að reynsla barnsins geti hjálpað foreldrum og þeim börnum sem eru í sömu aðstæðum. Hugmyndin er að með lestri þessarar bókar megi skapa umræðu með börnum sem eru að fara að eignast systkini, ná fram líðan þeirra og væntingum og undirbúa þau fyrir það sem er í vændum.
Með bókinni fylgja spurningar sem hægt er að nýta til að skapa umræðu með barninu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun