Jökla ævintýri með Sleipni Glacier Tours
Nánari Lýsing
Upplifðu fegurð Langjökuls næst stærsta Jökuls Íslands. Einstök upplifun fyrir þig og þína að ferðast um landið þitt.
Leiðsögufólkið okkar mun fara með þig í töfrandi ferðalag um íslenska náttúru eins og hún gerist best. Ferðin hefst við efra bílastæði við Gullfoss og förum við með þig á Langjökul, þar sem þú getur horft á fallegt landslag.
Boðið er upp á léttar veitingar, kakó, kleinur og bragðgóða íslenska líkjörin Jökla.
Það er möguleiki á að fara á snjóþotu niður jökulinn eða spila golf!
Algjörlega einstök upplifun á stærsta jöklabíl í heimi. Sleipnir er einstakt farartæki á átta stórum dekkjum með 360 gráðu útsýni! Trukkurinn er sérsmíðaður til að keyra á jöklum.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin.
Hljómar þetta spennandi? Skelltur þér á þetta frábæra tilboð og bókaðu jöklaferðina þína í dag!
Hvað er innifalið?
-Ferð í 3-4 tíma
-Leiðsögn á ensku
-Íslensk tónlist
-Drykkir (heitt súkkulaði, te, Jökla líkjör).
-Kleinur
-WiFi um borð.
-Salerni um borð.
-Mannbroddar.
Hvað á að koma með?
-Vatnsheldir gönguskór og hlýir sokkar.
-Hlýr tveggja laga fatnaður.
-Vatnsheldur og hlýr jakki.
-Hlý húfa og hanskar.
-Sólgleraugu.
-Myndavél.
Vinsamlegast athugið:
-Ungbarnastólar ekki tiltækir.
-Ferðin er háð veðri og því möguleiki á því að hætt verði við ferðina með stuttum fyrirvara (hægt er að bóka aðrar ferðir, nýjar dagsetningar eða fá fulla endurgreiðslu eigi þetta við)
Hægt er að nýta gjafabréfið í ferðir sem farnar eru á tímabilinu apríl-október 2025
*Athugið að activities eins og þotur og jökla golf er valfrjáls og verða haldin á meðan á stoppi stendur,
*jökla golf og þotur til að renna sér eru háðar veðri og aðstæðum á jöklinum.
Smáa Letrið
- Upphafspunktur er við efri bílastæðið hjá Gullfoss.
- Sleipnis trukkurinn eða Transfer rútan eru staðsett á bílastæðinu gagnstæða við Gullfosskaffi. Mæting 12:45 (12:45 PM)
- Bókaðu ferðatímann í info@sleipnirtours.is eða í síma 565-4647.
- Afbókanir þurfa að berast með 24 tíma fyrirvara.
Gildistími: 21.07.2024 - 31.03.2026
Notist hjá
Vinsælt í dag