Gerðu vel við þig með úrvals litun og plokkun hjá Elira Beauty og fáðu gylltan andlitsmaska í kaupbæti. Notast er við hágæða liti frá Thuya.
Gullmaskinn frá Evolve er Retinol andlitsmaski sem vinnur á öldrunarmerkjum húðarinnar með næringu og raka sem fær húðina til að ljóma. Maskinn hentar öllum húðtegundum en er einstaklega góður fyrir þurra og þroskaða húð. Gullmaskinn er stútfullur af náttúrlegum næringarefnum sem veita húðinni þá umhyggju sem hún þarfnast og á skilið.
Fallegt gjafabréf er sent með tölvupósti stuttu eftir að gengið hefur verið frá kaupunum. Á bréfinu eru helstu upplýsingar um gjöfina auk inneignarnúmers en verð kemur ekki fram. Þú prentar svo út gjafabréfið og gjöfin er tilbúin. Einnig er hægt að sækja inneignina rafrænt í Apple veskið eftir kaup
Elira er snyrtivöruverslun sem sérhæfir sig í sölu á hágæða snyrtivörum og býður upp á einstaka þjónustu, m.a. ráðgjöf, förðun og ýmsar snyrtimeðferðir. Verslunin er í eigu Rakelar Óskar snyrtifræðings sem velur vörur í verslunina af kostgæfni. Pantanir eru afgreiddar hratt og örugglega frá netversluninni elvira.is eða í glæsilegri verslun í Smáralind.
Litun & plokkun ásamt gullmaska hjá Elira Beauty
Smáa Letrið
- Allar bókanir fara fram í gegnum tölvupóstinn [email protected]
- Nauðsynlegt er að afbóka eða færa tímann með 24 klst fyrirvara, annars telst tíminn notaður.
- Elira Beauty er staðsett í Smáralind á jarðhæð við glerlyfturnar.
Gildistími: 09.01.2025 - 09.01.2025