Höfundur Don Miguel Ruiz
Ráðum við hvernig við lifum – eða lifum við eins og samfélagið segir okkur? Erum við sátt við þær lífsreglur sem við förum eftir? Lífsreglurnar fjórar er leiðarvísir að heilbrigðara andlegu og líkamlegu lífi.
Í Fimmtu lífsreglunni, taka don Miguel Ruiz og sonur hans höndum saman don Jose Ruiz, að færa okkur nútímalegri útfærslu á Lífsreglunum fjórum ásamt magnaðri nýrri lífsreglu þess megnug að umbylta lífinu á jákvæðan máta. Fimmta lífsreglan færir lesandann dýpri meðvitund um kyngimagn sjálfsins og færir hann nær kjarna sjálfsins.
Þetta er frábært framhald af bók sem hefur breytt lífi milljóna manna um veröld alla. Í henni má finna leiðarvísi að bestu gjöfinni sem sérhver mannvera getur gefið sjálfri sér: Frelsið til að vera bara við sjálf.
[removed]Höfundurinn, don Miguel Ruiz, á ættir að rekja til seiðmanna sem hafa iðkað Toltekafræðin frá aldaöðli. Hann er heimsþekktur fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Lífsspeki Tolteka-indjána er aldagömul en höfðar enn til fólks því hún byggir á klassískum gildum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun