Aðalréttur
Samþykkt
Almennt

Lambafillet með kryddjurtaraspi

Eldunartími 90 mínútur
Tími samtals 90 mínútur
Skammtar 0 skammtar

Innihald

  • Lambafillet
  • Ólífuolía
  • 3 hvítlauksrif
  • Timjan
  • Salt og pipar
  • 1 msk. Dijon sinnep
  • 1 dl rjómi
  • Kryddjurtaraspur: 2 bollar hvítur brauðraspur
  • 1 hvítlauksgeiri
  • Börkur af einni sítrónu
  • 1 búnt steinselja
  • 1 búnt basil
  • 1 tsk. timjan/rósmarín
  • 1⁄2 búnt mynta

Leiðbeiningar

  1. Fitusnyrtið lambafillet. Marinerið í olíu, hvítlauk, timjan og svörtum pipar. Því lengur sem kjötið marinerast því betra.
  2. Ristið kjötið á meðalheitri pönnu á báðum hliðum. Kryddið með salti og pipar. Blandið saman sinnepi og rjóma. Penslið kjötið með blöndunni.
  3. Setjið allt hráefni í brauðraspinn í matvinnsluvél og blandið vel. Veltið kjötinu upp úr raspinum og þrýstið honum á kjötið.
  4. Eldið kjötið í 180°C heitum ofni í ca 3×5 mínútur. Hvílið í 5 mínútur á milli og í lokin til að fá safaríkara kjöt.
  5. Gott að bera fram með rótargrænmeti, ristuðum sveppum og lamba soðsósu.

Veldu vörur

Veldu heimilisfang
Til að sjá úrval nálægt þér
Innihald