Astrō – dagbókin er heildræn dagbók fyrir andlega og skapandi einstaklinga. Astrō – dagbókin er heildræn því í uppbyggingu sinni er hún hönnuð til að næra alla tilvist, bæði þá andlegu og þá ytri og veraldlegu. Gróflega má skipta henni í fjögur þemu sem öll fylgja hverju vikuplani.
Í fyrsta lagi er vikuplan, to do listar, vanasporin (habit trackers), og fleiri verkfæri fyrir skipulagða sál í sinni markvissu og metnaðarfullu vinnu.
Í öðru lagi inniheldur hún spár um áhrif ferðalaga tunglsins, unnar út frá nákvæma vedíska dýrahringnum, af Fjólu Björk Jensdóttur, stjörnuspekingi með yfir tveggja áratuga reynslu í lestri og túlkun stjörnukorta.
Í þriðja lagi fylgja hverri viku auðar blaðsíður fyrir þá sem vilja rými til að skribla eða teikna, í raun hvað sem er.
Í fjórða lagi eru blaðsíður með línum fyrir dagbókarskrifin þín. Dagbókarskrif er viðurkennd og áhrifarík leið til að komast í dýpri tengsli við líðan sína og án efa mikilvægt fyrir alla sem vilja ná staðföstum árangri. Þessi þriðja útgáfa bókarinnar er áramótaútgáfan. Desember 2024 – Janúar 2026.
Astrō – dagbókin er dásamlegt verkfæri fyrir listrænu sálina sem vill ná tökum á sameiningu innri strauma og ytri markmiða, með skemmtilegu innleggi fyrir alla þá sem vilja vita hvað gengur á himintunglunum og hvernig það hefur áhrif á okkur í daglega lífinu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun