Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Fyrsta heildarþýðing Biblíunnar frá árinu 1912 er komin út hjá JPV útgáfu, en unnið var að þýðingunni í rúman hálfan annan áratug. Þetta er sjötta Biblíuþýðingin frá upphafi, en ellefta íslenska Biblíuútgáfan þar sem sumar útgáfurnar voru prentaðar mörgum sinnum.

Að þessu sinni eru Apókrýfu bækur Gamla testamentisins hafðar með en þær hafa ekki birst í íslenskum biblíuútgáfum síðan árið 1859. Apókrýfu bækurnar urðu flestar til á síðustu tveimur öldunum fyrir Krists burð og eru náskyldari yngri ritum Gamla testamentisins. Þýðing þeirra frá árinu 1994 hefur verið endurskoðuð.

Nýja biblíuþýðingin miðast við breiðan lesendahóp og notkun í helgihaldi kirkju og safnaða. Þýtt er nákvæmlega úr frummálunum, hebresku og grísku, og tillit tekið til stíls frumtexta og íslenskrar biblíumálshefðar. Þetta er Biblía 21. aldarinnar.

Biblían kemur í tveimur stærðum og fimm útgáfum og hún er prentuð í tveimur litum. Snið Biblíunnar er gyllt og hún er með einum, tveimur eða þremur lesborðum. Í Biblíunni eru átta blaðsíður með litprentuðum kortum, tímatal, orðaskýringar og mikilvægir ritningarstaðir. Í heild er hún 1872 blaðsíður.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun