Höfundur: Gunilla Bergström
Einar Áskell og pabbi hans eru ósköp niðurlútir eftir jólin. Þeim finnst eiginlega að það ætti að vera hægt að hlaupa yfir allt sem er leiðinlegt og hafa hátíð á hverjum einasta degi. Amma er ósammála. Raunar getur hún ekki hætt að hlæja að þessari hugmynd feðganna og segir að þetta sé það H-E-I-M-S-K-U-L-E-G-A-S-T-A sem hún hafi heyrt.
Hressandi saga um gagnsemi þess að láta sér stundum leiðast – til að geta skemmt sér ærlega á eftir.
Sigrún Árnadóttir þýddi.