Sláðu um þig...
Gleymdu snúru flækjum og sóðalegu eldsneyti. CLM50 er létt þráðlaus sláttuvél sem er þróuð til að endast. Sláttuvélin er með losanlegu, kraftmiklu 48V lithium-ion batteríi. Þú getur látið hana ganga í allt að 40 mínútur eftir klukkutíma hleðlsu. Njóttu garðsins þíns á ný.
...og sláðu í gegn
Bættu útlitið á lóðinni þinni með stillingarmöguleikum sem gera þér kleift að stjórna sláttu hæðinni frá 30 mm til 80 mm. Hvort sem þú ert að slá fyrsta slátt sumarsins eða að halda grasflötinni við, þá slærðu í gegn.
Nauðsyn fyrir garðyrkjufólk.
“Sem mikill garðyrkjumaður, hef ég oft upplifað vesenið sem fylgir bensínsláttuvélum og sláttuvélum með snúru fyrir nú utan hávaðann sem fylgir þeim. CLM50 gefur ekki frá sér lykt eða eiturgufur og er mun hljóðlátari en aðrar sláttuvélar. Rafhlaðan endist líka í allt að 40 mínútur.”
Ýta inn, toga aftur, fara áfram...
Vegna þess hversu einföld uppsetningin á vélinni er tekur aðeins augnablik að byrja á garðslættinum. Settu rafhlöðuna í, ýttu á virkjunarhnappinn, togaðu í stöngina og farðu af stað.
Takkinn þarf að vera í "ON" stöðu sem er auka öryggisatriði og kemur í veg fyrir að vélin fari í gang þegar hún á ekki að gera það.
Öryggið ofar öllu...
Þar sem öryggið er í forgangi er CLM50 er með takka sem verður að vera í "ON" stöðu til að sláttuvélin fari í gang. Það er mikilvægt öryggisatriði að setja takkann á "off" þegar sláttuvélin er ekki í notkun og er sett í geymslu.
Omniblade sláttutæknin..
Snjalla blaðið í þráðlausu sláttuvélinni okkar keyrir á 2800 snúningum á mínútu. Þegar sláttuvélin skynjar að þörf er á aukn afli snýst blaðið í allt að 3500 snúningum á mínútu. Við viljum tryggja að þú fáir allann þann kraft sem þú þarft, hvenær sem þú þarft á honum að halda.
Snjöll geymslulausn
Svona er hægt að brjóta CLM50 vélina saman og hún tekur lítið pláss í geymslunni.
Rífleg sláttubreidd
Með 420 mm sláttubreidd blaðsins nærðu í hvern krók og kima grasflatarinnar.
Stór safnpoki
Eyddu meiri tíma í að slá og minni tíma í að tæma. Með 50 lítra safnpokanum er hægt að slá og slá áður en þarf að tæma.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
Warranty | 2 Years |
Cordless | Yes |
Garden Tool Type | Lawnmower |
Suitable For | Lawns |
Model | CLM50 |
Battery Voltage | 48 V |
Battery Type | Rechargeable Lithium-ion |
Run Time | Up to 40 Minutes |
Charging Time | 1 hour |
Grass Box Capacity | 50 L |
Blade Cutting Width | 42 cm |
Blade Cutting Speed | 2800 RPM – 3500 RPM |
Cutting Height | 30 mm – 80mm |
Weight | 13.5 kg |
Product Dimensions | (H)106 cm x (W)122 cm x (D)47 cm |
Leiðbeiningar
Grass Trimmer GT50 (standard handle) Manual
Sendingar og skil
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun