Höfundur: Stefán Máni
Þegar sama yfirlýsingin hljómar í talstöðvarkerfinu daginn eftir fær Hörður leyfi til að reyna að komast til botns í þessu dularfulla máli. Hver er að tjá sig á lögreglurásinni og hvað vakir fyrir honum? Hörður hefur lítið sem ekkert í höndunum til að byrja með en leggur nótt við dag við rannsóknina.
Tíminn líður og dagur hinna boðuðu aðgerða rennur brátt upp. Þann dag spáir veðurstofan hamslausum vestanstormi en Hörður óttast að annað og meira en óveður sé í aðsigi.
Getur verið að hryðjuverk séu í uppsiglingu á Íslandi?
Dauðinn einn var vitni er tólfta bókin um rannsóknarlögreglumanninn sérlundaða Hörð Grímsson, sem hefur fyrir löngu skipað sér í hóp allra vinsælustu skáldsagnapersóna samtímans.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun