Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Dualit brauðristin á rætur sínar að rekja allt aftur til ársins 1952 þegar Max Gort-Barten, stofnandi hins sögufræga fyrirtækis, hannaði nýja 6 sneiða brauðrist fyrir stóreldhús og veitingastaði í Bretlandi. 

Í dag eru Dualit brauðristar viðurkenndar og rómaðar fyrir einfaldleika sinn og klassískan iðnaðarstíl sem hefur varla breyst í 70 ár. Þær eru allar handsmíðaðar í verksmiðju fyrirtækisins í West Sussex og nafn þess sem setti saman tiltekna brauðrist er grafið í botninn.

Best af öllu er svo auðvitað hið fullkomna ristaða brauð, þökk sé ProHeat® elementinu sem er einstaklega þéttriðið. Brauðið er því nánast jafnristað horn í horn, stökkt að utan og mjúkt að innan.

Handsmíðað á Bretlandi

Hver einasta brauðrist frá Dualit er handsmíðuð. Nafn þess sem smíðaði brauðristina er grafið í botninn.

Umhverfisábyrgð

Hægt er að skipta út og laga alla hluti brauðristarinnar sem endist í lífstíð.

Einstök ProHeat® tækni

ProHeat hita element finnast aðeins í brauðristum frá Dualit. Tryggir jafna og góða ristun.

  • 1200 wött
  • 2 sneiðar
  • Handsmíðað
  • Fágað stál
  • ProHeat® element
  • 28 mm brauðop
  • Hentar fyrir stóreldhús
  • Ristar allt að 65 sneiðar á klukkustund
  • Mekanískur tímastillir
  • Handvirkur lifti búnaður
  • Beyglu stilling - ristaðu bara öðrumeginn
  • Affrysting
  • High Lift - fjarlægðu brauðið án þess að eiga á hættu að brenna fingurnar
  • Mylsnubakki
  • Non-slip fætur
  • Hægt að fá samlokugrind aukalega*
  • Hæð 22 cm
  • Breidd 26 cm
  • Dýpt 21 cm
38.950 kr. 33.333 kr.
Hvernig nálgast ég tilboðið

Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.

Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun