– Ertu ekkert of gömul fyrir dúkku?
spurði mamma og leit á mig út undan sér.
– Nehei! sagði ég hneyksluð.
– Það eru allar stelpur á mínum aldri vitlausar í svona dúkku.
Þær eru heldur ekkert fyrir litlar stelpur.
– Hvers vegna ekki?
– Þetta eru ekkert venjulegar dúkkur.
Eftir tíu ára afmælið getur Kristín Katla loksins keypt sér dúkkuna sem allar stelpur eru með æði fyrir. Henni er alveg sama þótt Pétur tvíburabróðir hennar geri grín að henni – þetta er dúkka fyrir stórar stelpur. En af hverju finnst honum dúkkan óþægileg? Er hún ekki eins blíð og góð og stelpurnar halda? Dúkka er spennandi saga fyrir lesendur frá átta ára aldri sem fær hárin til að rísa í hnakkanum. Linda Ólafsdóttir myndskreytti.
Gerður Kristný hlaut Vestnorrænu barna- og unglingabókaverðlaunin og Bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana fyrir hryllingssöguna Garðinn og Bókaverðlaun barnanna fyrir Mörtu smörtu, en hefur einnig hlotið mikið lof og viðurkenningar fyrir skáldskap sinn fyrir fullorðna. Hún fékk Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ljóðabókina Blóðhófni.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Höfundur les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun