„Ungum manni skolaði á land um nótt í nóvember. Það bar enginn kennsl á beinin svona fyrst í stað og það sváfu allir fuglar.“ Með þessum orðum er þeirri atburðarás hrint af stað þar sem enginn veit hver leynast kann í dulargervi og tefla lífi förunauta sinna í tvísýnu. Enn á ný er fólkið úr fyrri sögum Vigdísar Grímsdóttur, Frá ljósi til ljóss og Hjarta, tungl og bláir fuglar, að glíma við tilveru sína, heitar tilfinningar og gráglettin örlög – og nú með óvæntari og afdrifaríkari hætti en nokkru sinni fyrr, því að hér segir Vigdís Grímsdóttir skilið við Rósu, Lenna, Lúnu og allar hinar persónurnar sem hún með hugmyndaflugi og innsæi hefur kynnt til sögunnar og fylgt af trúfestu hvert sem leið þeirra hefur legið.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun