Your Address
Choose Delivery Method
Höfundur: Auður Ava Ólafsdóttir

Jónas Ebeneser er 49 ára fráskilinn, valdalaus og gagnkynhneigður karlmaður sem hefur ekki haldið utan um bert kvenmannshold – alla vega ekki viljandi – í átta ár og fimm mánuði. En hann er handlaginn. Hann hefur flísalagt sjö baðherbergi og þegar hann leggur af stað í ferðalag sem hann hefur ekki hugsað sér að snúa aftur úr, tekur hann með sér borvél.

Auður Ava Ólafsdóttir fjallar um stærstu spurningar mannsins, um lífið, dauðann og sjálfa ástina sem öllu skiptir, í sinni fimmtu skáldsögu.

Auður Ava hefur skrifað skáldsögur, leikrit, ljóð og er textahöfundur popphljómsveitarinnar Milkywhale. Hún er margverðlaunuð fyrir skáldsögur sínar sem hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Other products from this store

Other products from this store