Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Max Seeck

Englar Hammúrabís er æsispennandi saga um hefnd, stríð, alþjóðlega glæpastarfsemi – og ást.

Starfsmaður finnska sendiráðsins í Zagreb hverfur í kjölfar hótana. Daniel Kuisma og Annika Lehto eru send á vettvang til að grafast fyrir um afdrif landa síns. Þau finna ýmsa þræði sem virðast liggja aftur í tímann, inn í hrylling Balkanstríðsins þegar Daniel var í friðargæsluliðinu í Króatíu . . . Hvað gerðist raunverulega fyrir tuttugu árum, hverjir eru Englar Hammúrabís – og hver vill þá feiga?

Finninn Max Seeck hefur starfað að markaðsmálum en jafnframt sökkt sér af ástríðu ofan í norræna glæpasagnahefð. Englar Hammúrabís, sem er fyrsta bók hans, vakti mikla athygli í heimalandinu og hlaut Finnsku glæpasagnaverðlaunin.

Sigurður Karlsson þýddi.

ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafraHér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.

Hljóðbókin er 11 klukkustundir og 12 mínútur að lengd. Stefán Hallur Stefánsson les.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun