Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Ergopouch Cocoon Swaddle Svefnpoki Dragonflies 0-3 mánaða

Cocoon Swaddle svefnpokarnir hentar börnum allt fra fæðingu til 12 mánaða aldurs (3-10kg). Auðveld og örugg leið til að vefja barnið inn. Einstök hönnun sem breytist auðveldlega úr vafningi í fyrsta svefnpokann þegar börn byrja að velta sér. Öruggur svefn– Pokinn er öruggur valkostur í staðinn fyrir sæng fyrir börn frá fæðingu. 2 fyrir 1– Breytist úr svefnvafningi í svefnpoka með því að losa um smellur áhliðunum og hleypa handleggjunum út. Mælt er með að gera það þegar barn sýnir merki þess að það séað fara að velta sér.
Lífræn bómull + bambus– Ytra efni og fylling eru gerð úr lífrænni bómull og innra efnið, sem er næst barninu, er bambus sem að andar vel. Bambus er einstaklega mjúkt efni, eyðir bakteríum og sveppum og hentar vel viðkvæmri húð. Tvöfaldur rennilás– Rennilásar í báðar áttir sem gerir það einstaklega auðvelt að klæða barnið í pokann og að opna hann fyrir bleyjuskipti. Heilbrigð líkamsstaða– Pokinn er bjöllulaga þannig að börn geta legið með fæturna slaka út til hliðanna sem er mikilvægt fyrir heilsu og þroska mjaðma og fóta.
Hlýr og notalegur– Pokinn er hannaður fyrir 17-22 gráðu hita í svefnrými. Mælt er með að klæða börn í samfellu eða léttan náttgalla eftir hitastigi og hversu heitfeng þau eru (þessi þykkt ápoka hentar ekki börnum sem deila rúmi með foreldrum sínum). Hitamælir fylgir með svefnpokanum.
Öruggur svefn Sérfræðingar mæla ekki með því að börn undir 1 árs sofi með sæng, teppi og kodda. ergoPouch svefnpokarnir eru því frábær kostur fyrir börn! Öruggasta svefnrýmið er talið vera í herbergi foreldra í eigin rúmi fyrstu mánuðina.
TOG: 2.5 TOG Pokinn sjálfur: 95% lífræn bómull og 5% teygja. Fylling: 100% lífræn bómull. Má þvo í þvottavél.
Stærðir: Newborn: Samsvarandi stærð 0000 • 2–5kg þyngd barns • 55cm max hæð barns 0–3M: Samsvarandi stærð 000 • 3–6kg þyngd barns • 62cm max hæð barns 3–6M: Samsvarandi stærð 00 • 6–8kg þyngd barns • 62-68cm max hæð barns 6-12M: Samsvarandi stærð 0 • 8–10kg þyngd barns • 68–76cm hæð barns

 

Tékklisti fyrir öruggan svefn: – Barn á alltaf að sofa á bakinu. – Fjarlægja sængur, kodda og alla lausa hluti úr svefnrými. – Passa að barnið ofhitni ekki og forðist að ofdúða. Mælt er með að ungbörn sofi við 18 – 21 gráður innandyra. – Passið að svefnrýmið sé öruggt og að barn geti hvorki dottið úr rúmi, né fest sig á milli, t.d. dýnu og veggs. – Stíf dýna og lak sem fellur þétt að dýnu er mikilvægt fyrir öryggi. – Ungbarn skal ekki sofa með dýrum eða öðrum börnum. Ef foreldrar kjósa að sofa með börrn í rúmi hjá sér skal fara í gegnum listann hér að ofan en einnig eru nokkrir hlutir sem þarf að varast að auki: – Gerðu ráð fyrir eigin líkamshita þegar þú klæðir barnið. – Barnið máekki vera vafið og verður að hafa hendurnar lausar. – Aldrei sofa með barn í rúmi ef þú reykir, hefur drukkið áfengi eða notað hugbreytandi lyf, eða ert í alvarlegri ofþyngd.

 

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun