Rithöfundurinn Alice flytur út á land og kynnist Felix, sem vinnur í vöruhúsi, og býður honum með sér í vinnuferð til Rómar. Vinkona hennar, menningarvitinn Eileen, býr í Dublin og veit alls ekki hvað hún vill. Simon er einlægur vinur þeirra vinkvenna – en hvað býr undir traustu yfirborði hans?
Alice og Felix, Eileen og Simon eru ung – en yngjast ekki. Þau þrá hvert annað meira en nokkuð, en þau svíkja hvert annað samt sem áður. Þau hafa áhyggjur af vináttunni og heiminum sem þau búa í og hvort hann sé kominn á heljarþröm, gegnsýrður af kapitalisma, trúarbrögðum, valdaójafnvægi og hamfarahlýnun.
Geta þau fundið leið til að trúa á fegurð heimsins?
Þetta er þriðja skáldsaga Sally Rooney en áður hafa komið út á íslensku Okkar á milli og Eins og fólk er flest sem sömuleiðis var vinsæl sjónvarpsþáttaröð.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun