Höfundur Guðmundur frá Miðdal
Stórvirkið Fjallamenn eftir Guðmund Einarsson frá Miðdal kemur nú fyrir sjónir lesenda endurútgefin en hún kom fyrst út árið 1946. Fjallamenn inniheldur ferðaþætti frá byggðum og óbyggðum Íslands, meðal annars af hinum dulrömmu slóðum útilegumannanna, glitrandi snæbreiðum Suðurjökla, gosstöðvum Grímsvatna, auðnum hálendisins og loks veiðisögur frá straumvötnum og blátærum heiðavötnum fullum af laxi og silungi. Ævintýralöngun Guðmundar leiðir hann einnig á suður um höf, til ægitignar Alpafjalla, Týról og Dolomitfjalla.
Bókina prýða teikningar Guðmundar og fjölda ljósmynda frá liðnum tíma.
Allir, sem unna ferðalögum, veiðiferðum og fagurri list verða að eignast þessa glæsilegu bók. Enginn Íslendingur var eins víðförull og Guðmundur og enginn kann betur að lýsa því sem fyrir augun ber, hvort heldur er í máli eða myndum. Þetta er fegursti óður í óbundnu máli sem Íslendingur hefur samið um útþrá og fjallsækni.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun