Er það blessun eða bölvun að geta fundið hina einu sönnu ást? Sara Glikman er aðeins barn að aldri 1910 en hún veit hvað henni ber: hún er hjúskaparmiðlari, hún finnur sálufélaga fólks. Þessari köllun hennar er hins vegar eingöngu sinnt af strangtrúuðum eldri karlmönnum, á meðal söluvagnanna á mannmörgum strætum Lower East Side í New York. Í augum karlanna er hin hæfileikaríka unga stúlka ógn við siðvenjur og lifibrauð þeirra. Þegar Sara hefur stundað hjúskaparmiðlun á laun í meira en tíu ár þarf hún að berjast fyrir réttinum til að sinna köllun sinni og fá þá viðurkenningu sem henni ber. Tveimur kynslóðum síðar er Abby, dótturdóttir Söru, skilnaðarlögfræðingur á framabraut á Manhattan og vinnur fyrir ríkasta fólkið í borginni. Þegar ástkær Sara amma hennar deyr erfir Abby safn dagbóka hennar, með nákvæmum útlistunum á öllum hjúskaparmiðlunum hennar. Snjáðar stílabækurnar vekja þó fleiri spurningar en svör. Af hverju lét amma hennar bækurnar ganga til Abbyar og hvað vonaðist hún til að dótturdóttir hennar fyndi í þeim? Af hverju finnst Abby starfið sem einu sinni var svo gefandi skyndilega vera orðið léttvægt og ómerkilegt? Getur hún hugsað sér að fórna ferlinum sem hún hefur stritað við að byggja upp til að efna loforð ömmu hennar við dularfulla, ókunna konu? Og er ást við fyrstu sýn raunverulega til?
Dásamleg saga af tveimur einstökum konum frá ólíkum tímum sem fara á svig við hefðirnar og nýta náðargáfu sína til að finna sálufélaga á ólíklegustu stöðum.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun