Höfundar: Henning Kure, Per Vadman, Peter Madsen
Það er ekki mjög gáfulegt að skora þrumuguðinn Þór á hólm. En jötnar eru nú ekki þekktir fyrir að vera beittustu hnífarnir í skúffunni.
Hrungnir hefur málað sig út í horn með því að boða Þór til einvígis en Útgarða-Loki stingur upp á að jötnar taki sig saman og búi til máttugan hjálparmann fyrir Hrungni. Hinn nýskapaði Mökkurkálfi reynist RISAVAXIÐ vandamál og Þór þarf á sínum eigin hjálparmönnum að halda.
Bækurnar um Goðheima eftir Peter Madsen njóta gríðarlegra vinsælda um allan heim en þar eru sjálfstæðar sögur af norrænu goðunum sagðar á skýran og skemmtilegan hátt. Hólmgangan er níunda bókin í flokknum og kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku.
Bjarni Frímann Karlsson þýddi.