Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Francesca Simon

Hrikalega fyndin!

Skúli nýtur gríðarlegra vinsælda meðal íslenskra lestrarhesta og barna um allan heim.

Hér er það sem Skúli hefur um heimsmet að segja:  „Þessi heimsmet sem koma í fréttunum? Iss bara ! Í þessari bók getið þið lesið um raunveruleg heimsmet“

Stærstu nærbuxur heims eru 20 metrar yfir mittið og 12 metrar eru frá strengnum niður í klofbótina. Alveg rosaleg brók!

Ógeðslegasta ljóðið:  Skúli sjálfur á metið í að semja ógeðslegasta ljóð allra tíma. Það heitir „Nú æli ég“ og er svo mikill viðbjóður að þegar hann las það upphátt varð hörkutólið Lúðmann kennari grænn í framan.

Mest selda bókin: Mest selda bók allra tíma er ekki Skúla skelfis-bók heldur Biblían. Hún hefur selst í meira en 6 milljörðum eintaka.

Bækurnar um Skúla skelfi eru eftir breska rithöfundinn Francesca Simon og ríkulega myndskreyttar af Tony Ross.

Guðni Kolbeinsson þýddi.

„Enn ein bráðskemmtilega bókin um Skúla skelfi … bæði fróðleg og fyndin.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun