Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

HOTO Golf laser fjarlægðarmælir

Léttur, nettur og meðfærilegur laser fjarlægðarmælir. Slepptu því að giska á lengdirnar og fáðu nákvæma mælingu á 0.5 sekúndum. Mælirinn læsir á fánastangir og hægt er að láta hann mæla með halla. Mælirinn stækkar allt að 6x og mælir upp í 1.200 yarda.


Einföld og falleg hönnun

HOTO golf laser fjarlægðarmælirinn er með skel úr ABS í matt svörtum og silfruðum lit. Mælirinn er 10 cm á lengd, 6.8 cm á hæð og 4 cm á breidd og vegur 190 gr. Mælirinn er IPX4 vatnsþolinn þannig að óhætt er að nota hann við íslenska veðráttu.

Seglast á golfbílinn milla högga

Á hægri hlið mælisins er segull sem getur seglast við t.d golfbílinn. Mælirinn er því alltaf innann seilingar á meðan þú spilar þitt besta golf.


Endurhlaðanlegur með USB-C snúru

Fjarlægðarmælirinn er með 730mAh lithium rafhlöðu sem dugar í allt að 5.000 mælingar, sem gróflega reiknað eru yfir 110 golfhringir af nákvæmum mælingum. Þegar mælirinn verður batteríslaus er hægt að hlaða hann með USB-C snúru.

Segulmögnuð taska milli högga

Látlaus taska fylgir með til að geyma mælinn á milli högga. Töskuna er hægt að festa á belti eða poka og lokast hún með segli. Mælirinn kemur með áföstu bandi svo engin hætta er á að missa hann.


Tveir hnappar einfalda notkun

Hægt er að skipta á milli stillinga, metra og yarda, slökkva og kveikja á hallamælingu, mæla lengdina og breyta stækkun á aðdráttarlinsunni.

29.990 kr. 24.990 kr.
Hvernig nálgast ég tilboðið

Sækja: Á opnunartíma er pöntunin tekin til fljótlega eftir pöntun og þú færð SMS þegar hún er tilbúin til afhendingar.

Heimsending: Hægt er að panta heimsendingu aukalega í greiðsluferli, við sendum strax eftir pöntun á opnunartíma.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun