Höfundur: Ragnar Jónasson
Hulda er forspil að hinum rómaða þríleik Ragnars Jónassonar um Huldu Hermannsdóttur, Dimma, Drungi og Mistur. Bækurnar hafa farið sannkallaða sigurför um heiminn og haustið 2024 var frumsýnd sjónvarpsþáttaröð eftir fyrstu bókinni í leikstjórn Lasse Hallström þar sem Lena Olin fer með aðalhlutverkið.
Um tíma voru allar bækurnar þrjár í einni og sömu vikunni á meðal tíu mest seldu bóka Þýskalands. Þær hlutu Palle Rosenkrantz-verðlaunin sem besta þýdda glæpasagan í Danmörku og Dimma var valin besta þýdda glæpasagan á Spáni árið 2023. Þá var Mistur valin glæpasaga ársins í Bretlandi.
Hulda er fjórða bókin í flokknum og mun auka enn á hróður Ragnars heima og erlendis.