Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Petrína Mjöll Jóhannesdóttir

Lífsviska og hollráð í frásögum Biblíunnar og orðum Jesú eru sett fram með orðum hversdagsins í 103 köflum og hugleitt hvernig þau geta nýst nútímafólki. Ráð eins og „Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins“ (úr Orðskviðunum) og „Sólin má ekki setjast yfir reiði ykkar“ (úr Efesusbréfinu).

Í dægurumræðunni er stundum talað um Biblíuna eins og hún sé úrelt bók sem hafi litla sem enga tengingu við nútímann. Í Biblíunni er einmitt að finna mikla lífsvisku sem varð til á löngum tíma og gagnast enn í dag. Við byggjum lög okkar og reglur á boðskap Biblíunnar og siðferði samfélags okkar mótast af þeim gildum sem í henni er að finna. Lífsviskan birtist í boðorðum, reglum og frásögum Biblíunnar og í orðum Jesú Krists en hún er líka markvisst sett fram í ráðum eins og er að finna í Orðskviðunum og Síraksbók eða ráðleggingum eins og í bréfum Nýja testamentisins. Mörg hver tala algerlega inn í okkar aðstæður þó að þau séu mörg þúsund ára gömul.

Í þessari bók eru 103 ráð valin úr Biblíunni til umfjöllunar og hugleitt hvernig þau geta hjálpað nútímafólki. Með þeim fylgja spurningar svo að auðveldara sé fyrir einstaklinga eða hópa að heimfæra á tilveru sína. Þau benda á hvernig er best að lifa góðu lífi í sátt við sjálfan sig og aðra. Þau snerta á mörgum viðfangsefnum sem eru sígild og brenna mjög á öllum sem vilja leitast við að lifa vel. Ráðin minna okkur á hvaða leið er best að fara í lífinu og hvernig við getum látið gott af okkur leiða. Bókin leitast við að varpa ljósi á hvað er jákvætt og gefandi í ráðum og reglum Biblíunnar og vonandi opna augu fólks fyrir því hve gagnleg og uppbyggjandi ritningin raunverulega er.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun