„Mjallhvít hafði ákveðið að héðan af myndi hún alls ekki skipta sér af málum annarra. Hún hafði verið hundelt, hún hafði næstum endað ævina í frystikistu og hún hafði orðið fyrir byssuskoti. Það var nóg, takk fyrir kærlega. Ekki meira blóð. Ekki meiri spennu eða flótta á hlaupum í snjó og hálku á sleipum hermannaklossum.“
Hin sautján ára Mjallhvít Andersson fer ein í sumarfrí til Prag til að jafna sig eftir átök vetrarins. Þar kynnist hún Zelenku, sérkennilegri stúlku sem segist vera hálfsystir hennar. Ýmislegt í frásögninni kemur heim og saman við fortíð Mjallhvítar en málin flækjast þegar fjölskylda Zelenku skiptir sér af sambandi þeirra. Fyrr en varir er Mjallhvít aftur í lífshættu.
Hvít sem mjöll er önnur bókin í þríleiknum um Mjallhvíti eftir finnska höfundinn Salla Simukka (f. 1981) en fyrsta bókin, Rauð sem blóð, vakti mikla lukku lesenda um allan heim.
Erla E. Völudóttir þýddi.
„Kuldaleg spenna … kraftmikil unglingabók.“
ÁM / Morgunblaðið (um Rauð sem blóð)
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun