Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Jakob F. Ásgeirsson

Ingvar Vilhjálmsson er eitt af stóru nöfnunum í sögu sjávarútvegs á Íslandi á tuttugustu öld. Um hálfrar aldar skeið rak hann eitt stærsta fyrirtæki landsins, Ísbjörninn á Seltjarnarnesi og í Reykjavík. Í þessari bók er leitast við að gefa heildarmynd af umsvifum þessa stórbrotna athafnamanns. Reksturinn var umfangsmikill: útgerð báta og skipa, fiskkaup og fiskverkun – hraðfrysting, skreiðarframleiðsla, saltfiskverkun, síldarsöltun í þremur landsfjórðungum, síldarbræðsla – og útflutningur sjávarafurða. Jafnframt sat Ingvar um langt skeið í stjórnum nokkurra stærstu fyrirtækja landsins, var forystumaður í samtökum atvinnurekenda og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum á vettvangi sjávarútvegsins. Ingvar Vilhjámsson naut einstaks trausts og virðingar samferðarmanna sinna og var iðulega lýst sem holdgervingi farsæls og árangursríks einkaframtaks. Jakob F. Ásgeirsson hefur áður skrifað ævisögur frumherjanna Alfreðs Elíassonar, flugstjóra og forstjóra Loftleiða, Péturs Benediktssonar, sendiherra og bankastjóra, Valtýs Stefánssonar, ritstjóra Morgunblaðins, og Jóns Gunnarssonar, forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og stofnanda Coldwater í Bandaríkjunum, auk tíu annarra bóka um söguleg efni.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun