Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Í þessari bók eru málverk eftir Guðna Harðarson ásamt íslenskum þjóðsögum. Verkin, sem öll eru innblásin af þjóðsögunum, eru tuttugu talsins, eitt við hverja sögu.

Eins og Þorvaldur Gylfason skrifar í formála að bókinni eru þjóðsagnamyndir Guðna listaverk sem mikill fengur er í að komi nú fyrir almenningssjónir, verk sem bregða nýrri birtu á þjóðsögurnar og lyfta þeim.

Megi þessar myndir einnig laða nýja lesendur innan lands og utan að þjóðsagnaarfi Íslendinga og samhengi hans við þjóðarsöguna.