Kingsmith X21 göngubretti
Kingsmith göngubrettin er fullkomin leið til þess að auka hreyfinguna, þú getur haft brettið hjá skrifborðinu og tekið nokkur skref á meðan þú svarar nokkrum tölvupóstum eða horfir á uppáhalds sjónvarpsþáttinn þinn. Göngubrettið er samanbrjótanlegt og er því hægt að geyma það þægilega á milli æfinga. Brettið sjálft er breitt og með undirlagi sem styður vel við líkamann á meðan á æfingu stendur.
Innbyggður upplýsingaskjár
Lögð hefur verið sérstök áhersla á fallega og rúmgóða hönnun og passa því Kingsmith göngubrettin vel inn á öll heimili. Hraðinn á brettinu stýrist eftir því hvar þú stígur á það en það er einnig hægt að stilla hraðann með appi í símanum eða með fjarstýringu. Upplýsingar um hraða, lengd, fjölda brenndra kaloría, skref og tímann sem þú hefur labbað eða skokkað birtast svo á stíllegum skjá sem er innbyggður í brettið. Þá er einnig NFC flaga sem tengir þig beint við Kingsmith appið þegar þú setur snjallsímann þinn upp við.
Auðveld geymsla á milli æfinga
Göngubrettið er brotið saman á milli æfinga og minnkar þá geymslupláss þess svo um munar. Þá er hægt að rúlla brettinu undir sófa eða rúm á innbyggðum dekkjum og geyma það á þægilegan hátt þegar það er ekki í notkun.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun