Saga Íslands er saga stórra viðburða allt frá því Ingólfur Arnarson og Hallveig Hróðmarsdóttir námu land árið 874. Á Þingvöllum var Alþingi, fyrsta þjóðþing veraldar, stofnað 930 og kristinn siður lögtekinn árið 1000. Höfuðkirkja reis á Skálholti á elleftu öld, Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi 1786 og varð höfuðborg. Alþingishúsið við Austurvöll 1882 þar sem fyrsta Dómkirkjan var risin. Þjóðin vann frelsi, heimastjórn 1904, fullveldi 1918 og sjálfstæði 1944 þegar stríð geisaði fyrir ströndum og nútíminn gekk í kjölfarið í garð á Íslandi. Sjávarútvegur efldist og þjóðin vann landhelgi með fræknum hætti í þorskastríðunum 1958-76. Hallgrímskirkja, eitt helsta kennileiti Reykjavíkur reis á Skólavörðuholti og Kristkirkja á Landakoti; eina basilíka Norðurlanda.
Í þessari eigulegu bók er skyggnst er inn í merka sögu Íslands; menn, málefni og viðburði sem mörkuðu skil, ásamt því að stórbrotin listasöfn eru heimsótt í Reykjavík sem og vítt og breitt um Ísland. Farið um landsbyggðina; Vesturland, Vestfirði, Norðurland, Austurland, Suðurland og Reykjanes, haldið upp á töfrum líkast hálendið, ósnortið og einstakt, og bæjarfélög skoðuð með sínum sérkennum, arkitektúr og sögu.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun