Tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2011
Tilnefnd til Hagþenkisverðlaunanna 2011
Gunnar Gunnarsson var einn mest lesni íslenski rithöfundurinn á 20. öld en líf hans var markað skörpum mótsögnum. Hann var friðarsinni en studdi þó forystumenn hugmyndafræði sem kallaði yfir heiminn blóðugt stríð og skipulagða útrýmingu milljóna manna. Hann var mikill fjölskyldumaður – samt átti hann í eldheitu ástarsambandi við aðra konu og eignaðist með henni barn. Hann seldi fleiri bækur í Evrópu en nokkur annar íslenskur höfundur á sínum tíma en yfirgaf meginlandið til að gerast bóndi í íslenskri sveit. Viðfangsefni hans voru alla tíð tengd íslensku þjóðerni og íslenskri menningu – samt verða hvorki ævi hans né verk skilin nema sífellt sé haft í huga að hann skrifaði öll helstu verk sín á dönsku.
Jón Yngvi Jóhannsson byggir ævisögu Gunnars á umfangsmikilli könnun heimilda, fyrst og fremst íslenskra og danskra en einnig um samskipti Gunnars við þýskan bókmenntaheim og þýsk yfirvöld. Hann fjallar hispurslaust um einkalíf Gunnars og tekur skáldverk hans til rækilegrar umfjöllunar og endurmats.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun