Myndrík rímsaga um hana Dísu sem er minnsti jakuxinn í hjörðinni og dreymir um að verða stór eins og hinir. Dísa á þó eftir að komast að því að þótt hún sé smá er hún fullkomin nákvæmlega eins og hún er, því að sumt er nefnilega bara á lítilla jaka færi! Dásamleg rímsaga sem sýnir að öll höfum við eitthvað fram að færa.
Flokkar:
Höfundur Lu Fraser og Kate Hindley
[removed]
Mikið finnst Dísu leiðinlegt að vera alltaf minnst af öllum í hjörðinni, hana langar ekkert meira en að verða stór og sterk eins og hinir jakuxarnir. Og hvað ef hún verður alltaf svona lítil og minnst? Hún ásetur sér að verða stór en dag einn kemur þó í ljós að þrátt fyrir að Dísa sé ennþá minnst er það samt hún sem bjargar málunum og einmitt vegna lítillar stærðar sinnar.
Falleg, hugljúf og hughreystandi saga um sjálfsviðurkenningu frá hinni vinsælu Lu Fraser.
Myndlýsing Kate Hindley fangar söguna á einstaklega fallegan hátt.
Frásögnin er rímsaga og er ætluð börnum á leikskólaaldri og upp í fyrstu bekki grunnskóla.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun