Á sjúkrahúsi í Osló liggur maður í dái undir strangri lögregluvernd. Enginn veit hvort hann muni komast til meðvitundar en hann býr yfir hættulegri vitneskju og sumir vilja ekki að hann vakni.
Lögreglumaður er myrtur á hryllilegan hátt á vettvangi morðs sem hann hefur tekið þátt í að rannsaka. Nokkrum mánuðum síðar endurtekur sagan sig – og svo enn einu sinni. Einhver virðist vera í hefndarhug. Rannsóknarlögreglan er ráðþrota og Harrys Hole er sárt saknað …
Bækurnar um Harry Hole eftir Jo Nesbø hafa komið út í fjölda landa og farið sigurför um heiminn. Bjarni Gunnarsson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 21 klukkustundir og 51 mínúta að lengd. Orri Huginn Ágústsson les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun