Sylvek býr hjá ömmu sinni sem tuðar yfir því að ekkert gerist í Reykjavík – ekki miðað við iðandi mannlífið í Barselóna þar sem þau bjuggu áður. En svo fer allt af stað.
Einhver fer að myrða unga drengi í hverfinu. Um svipað leyti flytur dularfullur leigjandi með ófrýnilegan hund heim til Sylveks. Sá segist hata börn. Inn í söguna fléttast frægur rithöfundur, reffileg blaðakona, lögga sem er hrædd við blóð, hin ógurlegu steratröll og síðast en ekki síst Sjónvarp Stasímon þar sem stendur til að kortleggja lífið í Reykjavík fyrir raunveruleikasjónvarpsþátt sem á engan sinn líka.
Þórarinn Leifsson hefur áður sent frá sér Leyndarmálið hans pabba, Bókasafn ömmu Huldar og Götumálarann. Þórarinn fer ótroðnar slóðir í bókum sínum sem allar hafa hlotið frábærar viðtökur gagnrýnenda á Íslandi og verið þýddar á fjölda tungumála.
Maðurinn sem hataði börn var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barnabóka.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun