Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Marta María Jónasdóttir

Grænn ofurskutludrykkur, kreppu-grænmetisréttur, súper-hafragrautur, bragðmikil töfrasúpa, rauðrófupasta, kanilkjúklingur í döðlusósu, kynþokkafull kryddhrísgrjón, RAW-kökupartí og unaðseftirréttur. Já, og fjöldi annarra ljúffengra og hollra rétta sem önnum kafið fólk getur notið þess að elda og bjóða upp á.

Hér má finna á annað hundrað heilsusamlegar sælkerauppskriftir (og örfáar sem eru ekki alveg eins hollar en ekki síður æðislegar) að morgunverðarréttum, drykkjum, nesti í skólann og vinnuna, kvöldmat handa fjölskyldunni og veitingum í vinaboðin. Marta María gefur jafnframt ráð um hollustu, næringu og heilbrigt lífsmynstur og deilir náttúrulegum fegrunar- og slökunarúrræðum sínum.

Marta María hefur árum saman fjalla um mat, tísku og mannlíf í ýmsum fjölmiðlum. Hún stýrir nú Smartlandi Mörtu Maríu á mbl.is.

Ljósmyndir í bókinni eru eftir Guðnýju Hilmarsdóttur.