Flokkar:
Höfundar: Kristín Helga Gunnarsdóttir, Linda Ólafsdóttir
Mói hrekkjusvín er eyrnastór götustrákur sem heitir reyndar fullu nafni Marteinn Jörundur Marteinsson. Besti vinur hans er Byssu-Jói, risavaxinn leynikúreki og öflugur verndari. Mói fær óteljandi hugmyndir, flestar frábærar og aðeins örfáar sem eru ekkert sérstakar. Hann reynir að sigla á ísjaka til Ameríku og búa til heimagerð nagladekk. Stundum er svo mikið að gera hjá honum að hann gleymir skólatöskunni í skólanum.
Kúreki í Arisóna geymir hrekkjusvínslegar sögur eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og töffaralegar teikningar eftir Lindu Ólafsdóttur.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun