Hvernig getur íþróttafólk hámarkað árangur sinn og náð jafnvel enn meiri færni í leik sínum? Geta breyttar áherslur í mataræði fært íþróttamanninn beint á toppinn og í hóp afreksíþróttafólks?
Þetta veit Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og fyrirliði Íslandsmeistara Vals í knattspyrnu, sem með þessari aðgengilegu bók tekur saman hagnýtan og áhugaverðan fróðleik um næringu og heilnæmt mataræði og deilir með lesendum girnilegum og einföldum uppskriftum. Elísa á að baki tæplega 200 leiki með meistaraflokki og yfir 40 leiki með A-landsliði kvenna. Hún veit að til þess að komast á toppinn í íþróttum skiptir mataræðið öllu máli. Rétt fæða breytir leiknum!
Við fáum að auki innsýn í matarvenjur tólf landsþekktra íþróttamanna, þegar við fylgjum m.a. þeim Söru Björk Gunnarsdóttur, Björgvini Páli Gústavssyni, Martin Hermannssyni og Lovísu Thompson í gegnum leikdaginn.
Bókin geymir einfaldar og bragðgóðar uppskriftir með eingöngu fimm hráefnum í hverjum rétti sem tryggir að allir finna eitthvað við sitt hæfi.