Óbragð er grátbrosleg ástar- og ferðasaga, full af skrautlegum persónum og skemmtilegum vendingum.
Hjalti veit ekki sitt rjúkandi ráð. Kærastan er farin frá honum, hann á bágt með svefn og í ofanálag sér hann ímyndaðar veggjalýs alls staðar. Það er því þreyttur og tættur maður sem ber að dyrum hjá nágrönnunum til að kvarta yfir hávaða – en þar er honum óvænt tekið opnum örmum og áður en hann veit af er hann kominn á bólakaf í hugleiðslu og kakódrykkju. En ekki er allt sem sýnist í sjálfshjálparhópnum Kakófylkingunni.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir að lengd. Arnmundur Ernst Backman les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun