Heimilisfang
Velja afhendingarmáta

Hágæða hljóð

Redmi Buds 6 Lite eru með 12,4mm títanþakta hátalara sem gefa skýrt hljóð og góðan bassa. Einnig er hægt að velja fjórar mismunandi hljóðstillingar eftir því hvernig tónlist maður er að hlusta á. Þau eru einnig með 40dB hljóðeinangrun svo að maður geti notið hljómgæðanna í háværu umhverfi.


Rafhlaða sem endist og endist

Rafhlaðan í Redmi Buds 6 Lite dugir í 7 tíma samfleytt og í 38 tíma með hleðsluöskjunni. 10 mínútna hleðsla í öskjunni skilar 2 tíma hlustun.

Sáraeinfalt að para

Redmi Buds 6 Lite eru með Google Fast Pair og það þarf því aðeins að opna lokið á þeim nálægt Android síma eða spjaldtölvu til að para þau. Fyrir önnur tæki er einfaldlega farið í Bluetooth stillingar og heyrnartólin koma sjálfkrafa þar inn.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun