Flokkar:
Höfundur: Bubbi Morthens
Rof er þriðja ljóðabók Bubba Morthens á jafn mörgum árum. Fyrri bækurnar, Öskraðu gat á myrkrið og Hreistur, komu ýmsum á óvart og hlutu mikið lof. Hér horfir Bubbi til æskunnar og yrkir af hugrekki og yfirvegun um atburð sem hafði ómæld áhrif á unga sál; atburð sem settist að í hug og hjarta, varð eilífur óboðinn gestur sem sífellt reif niður sjálfsmyndina og sambönd við annað fólk.
Rof er er í senn mögnuð lýsing á sálrænum afleiðingum misnotkunar og leit að friði og sátt. Ljóðin eru þarft innlegg í umræðu samtímans en þó fyrst og fremst áminning um hve brothætt við erum, öll sem eitt.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun