Höfundur Eugenia Almeida
„Rútan hefur farið framhjá þrjú kvöld í röð án þess að dyrnar opnist. Þorpið er undir þungbúnum himni, gráum og skýjuðum. Rykið óhreinkar gluggana og hundarnir eru taugatrekktir í þurrkinum.“
Í þorpinu sitja ungir elskendur á bar og bíða eftir rútunni. Það gerir Antonio Ponce einnig en systir hans er á förum úr þorpinu. Allt gengur sinn vanagang þar til undarlegir hlutir taka að gerast og enginn getur yfirgefið þorpið. Íbúarnar safnast saman til þess eins að sjá rútuna þjóta framhjá kvöld eftir kvöld og andrúmsloftið er þrungið nánast glaðværri eftirvæntingu. Aðrir sjá þó myrkari hliðar á málinu.
Rútan er fyrsta skáldsaga Eugenia Almeida. Hún bregður hér upp ljóðrænni mynd af tíma kúgunar og einræðis í Argentínu og ógnvekjandi afleiðingum múgsefjunar og þess að líta undan. Bókin hefur unnið til alþjóðlegra verðlauna og verið þýdd á fjölda tungumála.
Útgáfuár: 2017
Gerð: Kilja
Síðufjöldi: 132
Þýðandi er Katrín Harðardóttir og hér er hægt að lesa fyrsta kafla bókarinnar:
"Skemmtileg lítil bók en líka einhvern veginn stór og full af ógn," Jórunn Sigurðardóttir, RÚV
http://www.ruv.is/frett/skyldi-rutan-aftur-keyra-framhja-i-kvold
"Rútan er ekki flókin saga en að sama skapi er hún ákaflega táknræn og áhrifarík í einfaldleika sínum ... vel skrifuð og skemmtileg skáldsaga sem óhætt er að mæla með, lipurlega þýdd og á góðu máli ... Og þó svo Rútan fjalli um og gerist í ákveðnu pólitísku landslagi Argentínu frá síðustu öld er þetta bók sem á erindi við okkur öll. Sú hugsun og stjórnun sem hún tekst á við stendur okkur því miður nær en margan grunar og það sýnir okkur vel mikilvægi þess að geta nálgast heimsbókmenntir samtímans og að taka virkan þátt í þeirri samræðu sem þær bjóða okkur til. Einföld, mannleg og áhrifarík skáldsaga um atferli valdsins hvar og hvenær sem er." Magnús Guðmundsson, Fréttablaðið. **** Fjórar stjörnur!
[removed]"...fengur að því að þessi áhrifaríka bók skuli hafa verið þýdd á íslensku" Karl Blöndal, Morgunblaðið. *** 1/2 Þrjár og hálf stjarna!
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun