Höfundur: Sigurður Gylfi Magnússon
Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar nr. 11:
Aðstandendur Sýnisbókar íslenskrar alþýðumenningar senda nú frá sér elleftu bókina í ritröðinni og nefnist hún Sjálfssögur – Minni minningar og saga og er höfundur hennar Sigurður Gylfi Magnússon sagnfræðingur. Bókin inniheldur sögur um tilurð og gerð sjálfsins, auk þess sem þar er að finna greiningu á sögunum í sögunum – sjálfsbókmenntum. Sigurður Gylfi kannar hvernig höfundar varðveita minningar sínar, hvernig minnið virkar hjá mannfólkinu – konum og körlum – og hvaða áhrif takmarkanir þess hafa á möguleika samtímans til að fjalla um fortíðina. Hvernig er minningum fólks stjórnað og hverjir hafa hag af því móta sýn þess á liðna tíð?
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun