Haakaa eru leiðandi í framleiðslu sílikon handpumpa. Skelin er nýjasta pumpan frá þeim og er blanda af upprunalegu Haakaa pumpunni og Ladybug safnarnum sem svo margir elska.
Einstaklega einföld í notkun, skelltu henni bara á brjóstið og ýttu á til að mynda lofttæmi í henni. Ef þú hefur ýtt of mikið opnarðu fyrir lokuna ofan á til að hleypa inn lofti. En ef þig vantar bara mjólkursafnara fyrir mjólk sem lekur þá seturðu skelina í haldarann án þess að mynda lofttæmi.
Skelin liggur þægilega á bakinu án þess að úr henni leki svo það er auðvelt að taka hana úr og hella í pela eða frystipoka.
Vaskið upp með heitu vatni og sápu eftir hverja notkun og leyfið að loftþorna.
Auðvelt að nota, auðvelt að þvo. Þetta er fullkominn valmöguleiki fyrir mæður sem vantar safnara og smá pumpu
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun