Smáa letrið er sjöunda ljóðabók Lindu Vilhjálmsdóttur, kynngi mögnuð bók full af hárbeittum og sjóðandi femínískum byltingarljóðum um formæður og fjallkonur, dömur og druslur – konur fyrr og nú, „dæmdar í óskráða ánauð / allar sem ein“. Ljóðin eru hrein og bein, meitluð og leiftrandi kímin á köflum, og áhrifamáttur þeirra felst ekki síst í því hve rækilega þau afhjúpa ríkjandi ástand.
Síðasta bók Lindu, ljóðabókin Frelsi sem út kom 2015, hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur lesenda. Hún var verðlaunuð bæði heima og erlendis og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig hlaut Linda verðlaun fyrir pólska þýðingu Frelsis á bókmenntahátíðinni „Evrópsk frelsisskáld“ vorið 2018.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun