Heimilisfang
Velja afhendingarmáta
Höfundur: Pedro Juan Gutiérrez

Hér er ekkert dregið undan enda bókin bönnuð í heimalandi höfundar, Kúbu. Sagan gerist á neyðartímum rétt eftir fall Sovétríkjanna, þegar eina glætan er kynlíf, romm og marijúana.

Sögumaður rambar á ystu nöf í lífinu, hírist í herbergi á þaksvölum háhýsis er má muna sinn fífil fegri, eins og allt Centro-hverfið í Havana sem er rammi sögunnar. Pedro dregur fram lífið á því sem til fellur en lifir þó mest á sambýliskonum sem koma og fara og pútast með túrhestum. „Ég lýsi þessu viljandi á svona harðneskjulegan hátt til að ná fram ástandinu sem ríkti á þessum tíma, lýsi karlrembunni sem er samofin samfélögunum hér við Karíbahaf, lýsi undirokun konunnar, hörmungum lífsins,“ sagði höfundur við þýðanda í Havana haustið 2017.

Pedro Juan Gutiérrez fæddist á Kúbu 1950. Hann er rithöfundur, blaðamaður, málari, skáld. Soralegi Havanaþríleikurinn er án efa þekktasta bók hans en hann hefur skrifað fjölda annarra verka sem komið hafa út víða um lönd.

Kristinn R. Ólafsson þýddi úr spænsku.

Aðrar vörur frá þessari verslun

Aðrar vörur frá þessari verslun