Stórstreymi er fyrsta bókin um þau Oliviu Rönning og Tom Stilton eftir Cillu og Rolf Börjlind, handritshöfunda Beck-myndanna. Vinsælir sjónvarpsþættir hafa verið gerðir eftir sögunni.
Árið 1987 var morð framið í flæðarmálinu á sænskri eyju. Fórnarlambið var ung ófrísk kona en þrátt fyrir mikla vinnu rannsóknarlögreglunnar upplýstist morðið aldrei þar sem kennsl voru ekki borin á líkið og gerendurnir komust undan.
Árið 2011 velur ungur lögreglunemi, Olivia Rönning, málið sem verkefni í lögregluskólanum og fyrr en varir er hún komin á kaf í þessa dularfullu morðgátu. En Tom Stilton, sem rannsakaði málið á sínum tíma, virðist horfinn af yfirborði jarðar. Á sama tíma er hópur heimilisleysingja í Stokkhólmi ofsóttur af ungum glæpamönnum sem svífast einskis.
Ísak Harðarson þýddi.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
ATH. Spurt og svarað um rafbækur.
Hljóðbókin er 13 klukkustundir og 12 mínútur að lengd. Birna Pétursdóttir les.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun