Flokkar:
Höfundur: Þórður Vilberg Oddsson
Ljóðabókin Tækifæri er um fólk og málefni sem Þórði eru kær. Um er að ræða brot af ljóðum hans og vísum sem skipta hundruðum.
Þórður byrjaði að semja vísur í barnaskóla en í menntaskóla byrjaði hann að semja af einhverri alvöru. Hann byrjaði að halda utan um kveðskapinn eftir að hann hóf störf hjá Íslandsbanka. Þar samdi mikið af tækifærisvísum fyrir og um samstarfsfélaga og það sem var efst á baugi í umræðunni. Hann hefur lengi samið vísur fyrir sérstök tilefni eins og brúðkaup, afmæli og jafnvel jarðafarir.
Allur hagnaður af útgáfu og sölu bókarinnar mun renna til LAUF, Félags flogaveikra.
Aðrar vörur frá þessari verslun
Aðrar vörur frá þessari verslun